Einn leikmaður PSV Eindhoven fékk svo sannarlega að heyra það eftir leik liðsins við Arsenal í gær.
Um var að ræða leik í Meistaradeildinni en Arsenal vann sannfærandi 4-0 heimasigur á þeim hollensku.
Bakvörðurinn Sergino Dest fékk mikið skítkast fyrir sína frammistöðu en hann gekk í raðir PSV frá Barcelona.
Hann átti um tíma að vera næsta vonarstjarna Bandaríkjanna en ferillinn hefur aldrei náð almennilegu flugi.
Bukayo Saka, leikmaður Arsenal, fór illa með Dest margoft í þessum leik og er fólk farið að efast um hæfileika Bandaríkjamannsins.