Barcelona hefur mikinn áhuga á Arthur Vermeeren, leikmanni Roayl Antwerp í Belgíu. Mundo Deportivo segir frá.
Vermeeren er aðeins 18 ára gamall en þykir mikið efni.
Hann spilar sem miðjumaður og hefur verið á óskalista Barcelona lengi.
Roayl Antwerp hefur hins vegar látið Börsunga vita að Vermeeren kosti 20 milljónir evra, sem þykir mikið fyir ungan dreng.
Borussia Dortmund fylgist einnig með gangi mála.