„Þetta var ótrúlega stórt og ég er ótrúlega stolt af því. Það var gaman að fá það traust. Ég er mjög ánægð með þetta,“ sagði Glódís um málið við 433.is þar sem hún var komin ásamt íslenska landsliðinu sem undirbýr sig fyrir leik gegn Wales á föstudag.
Bayern er ríkjandi Þýskalandsmeistari og markmiðið er að verja titilinn.
Glódís
„Klárlega. En við tölum mikið um að við séum í ferli og að hver dagur og hver leikur skipti máli. Við byrjum þar.“
Bayern gerði jafntefli í sínum fyrsta leik á tímabilinu.
„Við fengum ekki bestu byrjunina en það setur okkur aftur á þann punkt að hvert stig og hver leikur skiptir máli. Það var þannig sem við gerðum í fyrra og við verðum að halda því áfram.
Viðtalið í heild er í spilaranum en þar fer Glódís einnig yfir komandi landsleik.