Karlalandslið Norður-Kóreu er nú að fara að spila sinn fyrsta landsleik í heil fjögur ár eða síðan árið 2019.
Norður-Kórea lék þá við Lebanon og gerði markalaust jafntefli en leikurinn fór fram undir lok 2019.
Síðan á Asíuleikjunum árið 2018 hefur Norður-Kórea ekki tekið þátt í neinu stórmóti en landinu var lokað eftir heimsfaraldurinn Covid-19.
Norður-Kórea hafnaði til að mynda tækifærinu á að reyna að tryggja sér sæti á HM í Katar sem fór fram í fyrra.
Liðið hefur tvívegis tekið þátt á HM og síðast árið 2010 er mótið fór fram í Suður Afríku.
Liðið ætlar að gefa kost á sér í næstu Asíuleikjunum og gæti vel spilað vináttulandsleiki áður en mótið hefst.