Martin Ödegaard viðurkennir að jafnvel hann gæti misst byrjunarliðssæti sitt hjá Arsenal þar sem samkeppnin er mikil.
Ödegaard var spurður þessari spurningu eftir leik gegn Everton um helgina þar sem Aaron Ramsdale missti sæti sitt til David Raya í markinu.
Það var ákvörðun sem kom mörgum á óvart en Ramsdale byrjaði tímabilið sem aðalmarkvörður og var það einnig á síðustu leiktíð.
,,Auðvitað er það mögulegt, samkeppnin hérna er gríðarleg og þú sérð það á æfingu á hverjum degi,“ sagði Ödegaard spurður að því hvort hann sjálfur gæti misst sitt sæti.
,,Allir þurfa að vera á tánum á hverri einustu æfingu sem er góður hlutur, það mun hjálpa okkur í að bæta okkur sem lið.“