Cristiano Ronaldo og Lionel Messi gætu spilað gegn hvor öðrum í síðasta skiptið árið 2024 eða á næsta ári.
Frá þessu er greint í dag en Argentína ætlar sér að spila vináttulandsleiki við lið frá Evrópu sem er ekki venjan.
Nokkur lið koma til greina en England er talið líklegt og mun sá leikur verða spilaður á Wembley vellinum.
Ronaldo og Messi eru tveir af bestu fótboltamönnum sögunnar og voru lengi erkifjendur í spænsku úrvalsdeildinni.
Messi spilar í dag fyrir Inter Miami í Bandaríkjunum og er Ronaldo á mála hjá Al Nassr í Sádí Arabíu.