Christian Pulisic væri enn leikmaður Chelsea ef hann væri frá Hollandi eða Ítalíu að sögn Tim Howard.
Howard er fyrrum landsliðsmarkvörður Bandaríkjanna og á að baki feril á Englandi með bæði Manchester United og Everton.
Chelsea ákvað að losa sig við Pulisic í sumar en hann var seldur til AC Milan eftir að hafa komið til Englands frá Dortmund árið 2019.
Howard er á því máli að um ákveðna fordóma sé að ræða og að ef Pulisic væri frá öðru landi fengi hann fleiri tækifæri í úrvalsdeildinni.
,,Þegar hann var fenginn til Chelsea, ef hann væri ítalskur eða hollenskur þá væri hann enn í liðinu. Hann væri ekki sá fyrsti til að fara af velli,“ sagði Howard.
,,Hann væri aldrei varamaður, hann er það góður. Hann er að sýna það hjá AC Milan í dag svo sem Bandaríkjamaður þá er þetta erfitt. Þú þarft að sýna eitthvað á hverjum degi.“