Thomas Tuchel, stjóri Bayern Munchen, hefur skotið nokkuð föstum skotum á Steffen Baumgart sem er stjóri Köln.
Baumgart vill meina það að Bayern hafi gert mistök í sumar með því að semja við Harry Kane frekar en Victor Boniface.
Bayern borgaði 104 milljónir punda fyrir Kane sem er markahæsti leikmaður í sögu Tottenham en Boniface er á mála hjá Leverkusen.
Baumgart telur að Bayern hafi ekki þurft að leita langt í leit að arftaka Robert Lewandowski og bauð Tuchel upp á skemmtileg svör í kjölfarið.
,,Það er gott að þjálfari Köln hafi áhyggjur af því sem við erum að gera á markaðnum,“ sagði Tuchel.
,,Ef við hefðum vitað þetta fyrr hefðum við ráðið inn enn fleira fólk til að aðstoða með leikmannakaupin.“