Inter Milan 5 – 1 AC Milan
1-0 Henrikh Mkhitaryan
2-0 Marcus Thuram
2-1 Rafael Leao
3-1 Henrikh Mkhitaryan
4-1 Hakan Calhanoglu(víti)
5-1 Davide Frattesi
Inter Milan valtaði yfir granna sína í AC Milan í dag í leik sem fór fram á sameiginlegum velli félagana, San Siro.
Inter var miklu betra liðið í þessum leik og skoraði fimm mörk gegn aðeins einu frá AC Milan.
Henrikh Mkhitaryan skoraði tvennu í leiknum og þá komst nýi maðurinn, Marcus Thuram, á blað.
Inter er með fult hús stiga eftir fjóra leiki en AC Milan var að tapa sínum fyrsta leik eftir þrjá sigurleiki í röð.