

Georgina Rodriguez, unnusta Cristiano Ronaldo er í sumarfríi þessa dagana og virðist njóta þess í botn.
Georgina og fjölskylda hefur á þessu ári komið sér fyrir í Sádí Arabíu.

Georgina er 29 ára gömul hún og Ronaldo hafa verið saman í nokkur ár og eiga tvö börn saman.

Ronaldo átti þrjú börn fyrir þeirra samband en Georgina er þeim eins og móðir.

Georgina skellti sér á snekkju og tók af sér myndir léttklæddri og birti á Instagram.
