Karim Benzema framherji Al-Ittihad er hafður að háð og spotti í Sádí Arabíu eftir agaleg mistök í leik í gær.
Benzema kom til Sádí Arabíu í sumar og varð þar næst launahæsti leikmaður deildarinnar.
Benzema var í gær mættur einn í gegn þegar hann datt fyrir framan markvörðinn, afar klaufalegt.
Al-Ittihad eru meistarar í Sádí Arabíu en aðeins Cristiano Ronaldo þénar meira en Benzema.
Dagurinn var þó ekki hræðilegur fyrir Benzema því hann skoraði eina mark leiksins í 1-0 sigri á Al Akhdoud.
Mistökin má sjá hér að neðan.
What happened to Karim Benzema 😂 pic.twitter.com/ZZUNfe7FLG
— All Sportz 🏀⚽ (@Allsportztv) September 15, 2023