Mario Balotelli er genginn aftur til liðs við Adana Demirspor í Tyrklandi. Hann skrifar undir eins árs samning.
Balotelli, sem er orðinn 33 ára gamall kemur til Adana frá Sion í Sviss en samningi hans þar var rift.
Framherjinn hafði verið í rúmt ár í Sviss en hann kom einmitt til Sion frá Adana í fyrra.
Balotelli á að baki feril með liðum á borð við Manchester City, Liverpool, Inter og AC Milan en vandræði utan vallar hafa oft sett svartan blett á feril hans.
Adana er í tyrknesku úrvalsdeildinni og situr í tíunda sæti eftir þrjá leiki.
🆕 Kulübümüz, Mario Balotelli ile 1+1 yıllık anlaşmaya varmıştır. pic.twitter.com/VqRen0wR6y
— Yukatel Adana Demirspor (@AdsKulubu) September 15, 2023