Stjarnan vann góðan sigur á nýkrýndum Íslandsmeisturum Vals í dag.
Valur varð meistari í gær en það varð ljóst með tapi Breiðabliks gegn Þór/KA.
Andrea Mist Pálsdóttir skoraði eina mark leiksins í Garðabænum í dag. Lokatölur 1-0 fyrir Stjörnuna.
Sigurinn er mikilvægur fyrir Stjörnuna í baráttunni um annað sætið í deildinni og þar með Evrópusæti. Liðið er nú stigi á undan Breiðabliki og Þrótti þegar þrjár umferðir eru eftir.
Stjarnan 1-0 Valur
1-0 Andrea Mist Pálsdóttir