Knattspyrnusambandið hjá Wales er að skera niður kostnað og nú þurfa leikmenn landsliðsins að deila saman herbergi.
Í gegnum árin hafa leikmenn Wales geta verið einir í herbergi þegar liðið er í verkefni.
Sambandið hjá Wales tapaði hins vegar 18 milljónum á seinasta ári og það stefnir í taprekstur aftur í ár.
Sökum þess eru leikmenn Wales nú saman í herbergi þegar liðið er á hóteli, það hafði engin áhrif á liðið sem Lettland í undankeppni EM á mánudag.
Sambandið hjá Wales ætlar líka að hækka miðaverðið á leiki til þess að reyna að fá meira í kassann og laga bókhaldið.
Hjá flestum stærstu landsliðum í heimi eru leikmenn einir í herbergi í verkefnum en Wales ákvað að fylla ekki bekkinn gegn Lettlandi til að spara pening í flug og gistingu.