Leitað verður á hverjum einasta aðila sem mætir á úrslitaleik bikarsins á laugardaginn, frá þessu var greint á fréttamannafundi í dag.
Víkingur og KA mætast en búið er að selja tæplega 4 þúsund miða á leikinn.
Dyrnar á Laugardalsvelli verða opnaðar klukkan 14:30 eða 90 mínútum fyrir leik.
Ástæðan er sú að leitað verður á öllum einstaklingum sem koma á leikinn, ráðleggur KSÍ fólki að sleppa því að koma með stórar töskur eða bakpoka.
Skoðað verður í allt og eru það tilmæli tli fólks að flýta fyrir leitinni með því að mæta ekki með töskur.