William Saliba varnarmaður Arsenal fær það óþvegið frá frönskum fjölmiðlum eftir frammistöðu sína með landsliðinu í vikunni.
Saliba fær ekki að byrja marga leiki með franska liðinu en fékk tækifæri gegn Þýskalandi í vikunni.
Um var að ræða æfingaleik sem Þýskaland vann 2-1 en Frakkarnir gerðu margar breytingar á liði sínu fyrir leikinn.
„Saliba var ekki góður í þessum leik, Didier Deschamps getur ekki treyst honum mikið eftir svona leik,“ skrifar Martin Mosnier hjá Eurosport.
„Það voru fleiri en ef ég yrði að velja einn vesaling úr þessum leik, þá er það William Saliba.“
Saliba var frábær með Arsenal á síðustu leiktíð og hefur byrjað ágætlega á þessu tímabili í hjarta varnarinnar á Emirates vellinum.