Valur er Íslandsmeistari í knattspyrnu þriðja árið í röð. Þetta varð ljóst eftir að Breiðablik tapaði á Akureyri gegn Þór/KA.
Valur hefur haft gríðarlega yfirburði í sumar en lengi vel héldu Blikar þó í við liðið og voru ofar um tíma.
En hrun Breiðabliks hefur verið slíkt að Valur hefur stungið af og hefur liðið aðeins tapað tveimur leikjum í sumar.
Valur á leik gegn Stjörnunni á morgun en ljóst er að liðið getur haft það náðugt í síðustu leikjum tímabilsins.
Þetta er í fjórtánda sinn sem Valur verður Íslandsmeistari kvenna en aðeins Breiðablik hefur unnið þann stóra oftar.