Margir knattspyrnuáhugamenn víða um heim, þá sérstaklega á Englandi, eru vægast sagt ekki hrifnir af stuðningsmannalagi sem samið hefur verið um Billy Sharp í Bandaríkjunum.
Framherjinn 37 ára gamli er nú á mála hjá LA Galaxy í Bandaríkjunum eftir langan feril á Englandi. Hann fór þangað í sumar frá Sheffield United.
Nú hefur verið samið stuðningsmannalag um Sharp í Los Angeles. Textinn er við hið vinsæla lag Baby Shark.
Fólk er vægast sagt ekki hrifið af þessu uppátæki Bandaríkjamanna. Daily Mail spyr á samfélagsmiðlum sínum hvort um sé að ræða versta stuðningsmannalag allra tíma.
Fólk keppist þá við að drulla yfir lagið. „Vá. Mig langar að æla,“ skrifar einn og margir taka í sama streng.
Dæmi hver fyrir sig. Lagið er hér að neðan.
Americans sing Billy Sharp to the tune of “Baby Shark”🤢 pic.twitter.com/fsA7r4KZd7
— Football Chants (@FootyFansChants) September 12, 2023
Hér að neðan er svo upprunalega lagið.