Það eru engar líkur á að Jurgen Klopp verði næsti landsliðsþjálfari Þýskalands. Umboðsmaður hans staðfestir þetta.
Hansi Flick var rekinn sem þjálfari þýska landsliðsins á dögunum og var Klopp orðaður við stöðuna í kjölfarið.
Þó svo að mörgum þyki líklegt að Klopp verði landsliðsþjálfari Þýskalands einn daginn mun það ekki gerast núna.
„Hann er með langtímasamning við Liverpool og ekki laus til að taka við landsliðinu,“ segir umboðsmaðurinn, en samningur Klopp rennur ekki út fyrr en 2026.
Ef einhverjir stuðningsmenn Liverpool höfðu áhyggjur geta þeir því andað léttar.