John Terry fyrrum fyrirliði Chelsea hefur staðfest að hann sé í samtali við Al-Shabab í Sádí Arabíu.
Terry sem er 42 ára gamall hefur verið aðstoðarþjálfari hjá Aston Villa og Leicester.
Hann vill komas í stjórastól og vel launað starf í Sádí Arabíu heillað.
Al-Shabab er hins vegar að kjósa nýjan forseta félagsins og á meðan það ferli er í gangi gerist ekkert.
„Það hafa verið viðræður en þetta er á frumstigi,“ segir Terry í samtali við enska blaðamenn.
Fyrrum samherji hans í landsliðinu, Steven Gerrard tók skrefið til Sádí Arabíu í sumar og Terry gæti fylgt honum þangað.