Lionel Messi og fjölskylda áttu glæsilega íbúð á Miami þegar þau fluttu þangað í sumar en fjölskyldan vildi eitthvað stærra.
Messi hafði keypt sér glæsilega íbúð í turni við ströndina í Miami en er nú að flytja.
Þannig segja fjölmiðlar í Bandaríkjunum frá því að Messi og fjölskylda hafi verið að kaupa hús á 10,75 milljónir dollara.
Húsið er staðsett í Fort Lauderdale þar sem mikið af ríku fólki býr. Margir bestu golfarar í heimi búa á svæðinu.
Fort Lauderdale er borg rétt hjá Miami og þarf Messi því að taka sér smá tíma til að keyra á æfingar.