Jadon Sancho, kantmaður Manchester United var mættur til New York um helgina í gleðskap.
Með honum í för var Aaron Wan-Bissaka bakvörður félagsins en Erik ten Hag gaf leikmönnum United nokkra daga í frí.
Sancho sem er 23 ára gamall fundaði með þjálfaranum í gær en óvíst er með framtíð hans.
Sancho fór í opinbert stríð við Ten Hag og telja ensk blöð að hann spili ekkert á næstunni vegna þess.
Sancho og Wan-Bissaka voru mættir í partý hjá John Wall sem hefur í þrettán ár spilað í NBA deildinni.