Emmanuel Dennis er á leið frá Nottingham Forest. Tyrkland verður áfangastaðurinn að öllum líkindum.
Sóknarmaðurinn gekk í raðir Forest í fyrra eftir að hafa heillað með Watford en tókst ekki að blómstra hjá liðinu á síðustu leiktíð.
Hinn 25 ára gamli Dennis hefur ekkert spilað á þessari leiktíð og er á förum.
Talið er að valið standi á milli Adana Demirspor og Istanbul Basaksehir í Tyrklandi en bæði félög vilja fá hann á láni en eru til í að greiða öll hans laun.
Dennis á að baki átta A-landsleiki fyrir Nígeríu.
Understand Emmanuel Dennis has now decided to play in Turkey — he’s close to leaving Nottingham Forest 🚨🔴🇹🇷
Told Adana Demirspor and Istanbul Başakşehir presented loan bids with 100% salary covered, Dennis will make final decision soon.
⛔️ CSKA Moscow proposal, no chance. pic.twitter.com/gaGFG5dlyT
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) September 12, 2023