Mohamed Salah hefur undanfarið verið orðaður frá Liverpool til Sádi-Arabíu. Hann verður þó áfram um sinn.
Al Ittihad var tilbúið að bjóða hinum 31 árs gamla Salah himinnháar upphæðir fyrir að koma í sumar en Liverpool sagði nei.
Salah verður því áfram í bili en það er ekki ólíklegt að hann fari til Sádí á endanum.
Samkvæmt The Athletic sér Liverpool Jarrod Bowen sem arftaka Salah þegar að því kemur að Egyptinn fer.
Bowen er á mála hjá West Ham en Liverpool er sagt hafa fylgst með honum í nokkur tímabil.
Kantmaðurinn er 26 ára gamall og hefur skorað 43 mörk fyrir West Ham frá því hann gekk í raðir félagsins í janúar 2020.