Declan Rice miðjumaður Arsenal segist hafa ákveðið að vilja fara til félagsins, eftir aðeins einn fund með Mikel Arteta.
Flest lið á Englandi vildu fá Rice í sumar en aðeins Arsenal og Manchester City lögðu fram tilboð í hann.
City bakkaði útt þegar verðmiðinn fór að hækka en Rice segist hafa viljað fara til Arsenal eftir að hafa fundað með stjóra féalgsins.
„Arteta var lykilinn að því að ég valdi Arsenal,“ segir Rice.
„Augnablikið var þegar ég hitti hann fyrst, ég vissi að hann myndi hjálpa mér með ferilinn. Hvernig hann talar, hvernig hann kemur fyrir og hvernig hann sér leikinn.“
„Ég er svo ánægður með ákvörðun mína, mér líður eins og ég ég eigi heima hérna.“