Alfreð Finnbogason skoraði sigurmark Íslands gegn Bosníu í undakeppni EM 2024 í kvöld. Hann var kampakátur eftir leik.
„Það var frábær tilfinning og mikill léttir. Það er erfitt að vinna ekki leiki og við erum að gera okkar allra besta. Oft þarftu móment eins og í dag til að kveikja í áhuganum og þjóðinni og ég vona að þetta hafi verið vítamínsprauta fyrir allan hópinn,“ sagði hann við 433.is eftir leik.
Alfreð byrjaði á bekknum en kom inn á. Var hann svekktur með það?
„Já auðvitað. En ég skil líka ákvörðunina. Við erum með efnilega leikmenn sem eru að koma upp og geta nýst liðinu. Við þurftum kannski ferskar lappir til að hrissa upp í þessu.“
Nánar er rætt við Alfreð hér að neðan.