Manchester United var í sambandi við danska knattspyrnusambandið vegna framherjans Rasmus Hojlund sem gekk í raðir liðsins í sumar frá Atalanta.
Frá þessu greinir BT í Danmörku en Hojlund er 20 ára gamall og er landsliðsmaður Dana.
Hann kom inná sem varamaður á fimmtudag í 4-0 sigri á San Marino og fékk ekki að byrja þann leik.
Man Utd tjáði danska sambandinu að fara vandlega með Hojlund sem jafnaði sig nýlega af meiðslum.
Hojlund spilaði sinn fyrsta leik fyrir Man Utd gegn Arsenal á sunnudaginn en kom þá inná sem varamaður í 3-1 tapi.
Man Utd vill ekki að Hojlund spili óþarfa mínútur en næsti leikur liðsins er gegn Finnlandi á sunnudaginn.