Randal Kolo Muani er ekkert smá spenntur fyrir því að spila fyrir franska stórliðið Paris saint-Germain í vetur.
Muani gekk í raðir PSG frá Frankfurt í sumar en hann kostaði frönsku risanna 90 milljónir evra.
Um er að ræða franskan landsliðsmann sem hafði gríðarlegan áhuga á að semja við PSG og snúa til heimalandsins.
Muani segist vera tilbúinn að deyja fyrir treyju liðsins og lofar stuðningsmönnum að hann muni gefa allt í sölurnar í hverjum einasta leik.
,,Ég veit að þetta félag vill vinna alla þá bikara sem eru í boði og ég er tilbúinn að hjálpa liðsfélögum mínum eins mikið og ég get,“ sagði Muani.
,,Ég er einhver sem gefur allt sitt á vellinum. Ég er tilbúinn að deyja fyrir þessa treyju.“