fbpx
Laugardagur 10.maí 2025
433Sport

Ekki bara stórstjörnur sem halda til Sádi Arabíu – Al Riyadh fór athyglisverða leið

Victor Pálsson
Sunnudaginn 10. september 2023 13:31

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það eru ekki bara stórstjörnur sem eru að halda til Sádi Arabíu en lið þar í landi eru að skoða ýmsa möguleika.

Framherjinn Andre Gray er farinn til Sádi Arabíu og hefur gert samning við Al Riyadh þar í landi.

Al Riyadh hefur verið í basli í byrjun tímabils og er aðeins með fjögur stig eftir fyrstu fimm umferðirnar.

Gray er 32 ára gamall sóknarmaður en hann var síðast hjá Aris í Grikklandi og skoraði þar átta mörk í 32 leikjum.

Hann er þekktastur fyrir tíma sinn hjá Burnley og Watford og á að baki 13 landsleiki fyrir Jamaíka.

Heimir Hallgrímsson er landsliðsþjálfari Jamaíka og vonast væntanlega til þess að Gray finni markaskóna í nýrri deild og það sem fyrst.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Haaland snýr aftur
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

U-beygja hjá leikmanni United?

U-beygja hjá leikmanni United?
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Viðræður komnar á fullt – Vill vera metinn að verðleikum

Viðræður komnar á fullt – Vill vera metinn að verðleikum
433Sport
Í gær

KSÍ í samstarf við SÁÁ til að taka á spilavanda fólks

KSÍ í samstarf við SÁÁ til að taka á spilavanda fólks
433Sport
Í gær

Staðfesta að Xabi Alonso sé að hætta – Mun taka við Real Madrid

Staðfesta að Xabi Alonso sé að hætta – Mun taka við Real Madrid