Það eru ekki bara stórstjörnur sem eru að halda til Sádi Arabíu en lið þar í landi eru að skoða ýmsa möguleika.
Framherjinn Andre Gray er farinn til Sádi Arabíu og hefur gert samning við Al Riyadh þar í landi.
Al Riyadh hefur verið í basli í byrjun tímabils og er aðeins með fjögur stig eftir fyrstu fimm umferðirnar.
Gray er 32 ára gamall sóknarmaður en hann var síðast hjá Aris í Grikklandi og skoraði þar átta mörk í 32 leikjum.
Hann er þekktastur fyrir tíma sinn hjá Burnley og Watford og á að baki 13 landsleiki fyrir Jamaíka.
Heimir Hallgrímsson er landsliðsþjálfari Jamaíka og vonast væntanlega til þess að Gray finni markaskóna í nýrri deild og það sem fyrst.