Lið Wrexham í ensku fjórðu deildinni hefur fengið vænan liðsstyrk fyrir komandi átök.
Búið er að staðfesta það að framherjinn Steven Fletcher sé genginn í raðir liðsins frá Dundee United í Skotlandi.
Um er að ræða fyrrum leikmann í ensku úrvalsdeildinni og er hann alls ekki fyrsta stjarnan sem semur við Wrexham.
James McClean er til að mynda á mála hjá Wrexham og þá lék Ben Foster með félaginu á síðustu leiktíð.
Fletcher er fyrrum leikmaður Burnley, Wolves og Sunderland og lék þá einnig með Marseille á láni árið 2016.
Í dag er Fletcher 36 ára gamall og skoraði níu mörk í 33 leikjum fyrir Dundee á einu tímabili.