Fanni Gecsek, unnusta Dominik Szoboszlai hjá Liverpool hefur heldur betur heillað stuðningsmenn Liverpool með hegðun sinni á samfélagsmiðlum.
Miðjumaðurinn frá Ungverjalandi var keyptur til Liverpool í sumar og hefur farið vel af stað.
Liverpool vildi einnig fá Romeo Lavia frá Southampton en hann hafnaði liðinu og valdi að fara til Chelsea.
Á samfélagsmiðlum birtist færsla þar sem sagt var að Dominik Szoboszlai hefði mætt og spilað með hjartanu en Lavia kæmist ekki í hóp hjá Chelsea.
Gecsek var ekki lengi að smella læk við þá færslu, eitthvað sem hefur glatt stuðningsmenn Liverpool ansi mikið.
Færsluna má sjá hér að neðan.