Jadon Sancho virðist vera orðinn einangraður í búningsklefa Manchester United, ESPN segir að leikmenn United hafi enga samúð með honum.
ESPN segir að Sancho og Erik ten Hag muni funda um stöðu mála fyrir leikinn gegn Brighton, er Sancho í hættu á að vera hent út úr æfingahóp liðsins.
Sancho gaf út harðorða yfirlýsingu á X eftir tapið gegn Arsenal um síðustu helgi, Ten Hag sagði hann latan á æfingum en Sancho lét þjálfarann heyra það. Sagði það bull og vitleysu.
Heimildarmaður ESPN segir að Sancho fái litla sem enga samúð í búningsklefa United, leikmenn hafi fengið nóg af hegðun hans.
Sancho er sagður með hangandi haus á æfingum í undirbúningi leikja. Þetta sættir Ten Hag sig ekki við og yfirlýsingin frá Sancho gæti reynst honum dýrkeypt.