fbpx
Fimmtudagur 23.október 2025
433Sport

Kári og Lárus urða yfir Strákana okkar í hálfleik – „Þetta er bara galið lélegt“

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 8. september 2023 19:46

Kári Árnason.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ísland er 1-0 undir gegn Lúxemborg í hálfleik. Liðin mætast í undankeppni EM 2024 og þarf Ísland nauðsynlega á sigri að halda.

Ísland lenti undir strax á 8. mínútu leiksins þegar heimamenn fengu vítaspyrnu. Spilamennska Strákanna okkar hefur ekki verið upp á marga fiska.

„Þetta virkar eins og við höfum ekki verið klárir í leikinn. Það er eins og leikurinn hafi verið á forsendum Lúxemborgar,“ segir Lárus Orri Sigurðsson sérfræðingur í setti Stöðvar 2 Sport í hálfleik.

Hörður Björgvin Magnússon hefur alls ekki átt góðan leik í vörninni hingað til.

„Hörður er ekki klár í leikinn. Fókusinn er ekki til staðar og hann er ekki mættur til leiks.

Ég veit ekki hvort það er spennustigið eða annað en við verðum að girða okkur í brók. Það er eins og við þorum ekki að spila boltanum, þorum ekki að finna menn í lappir,“ segir Lárus enn fremur.

Kári Árnason er með honum í setti.

„Þetta er bara galið lélegt. Þessi móment sem við erum að búa til fyrir þá. Hörður byrjar leikinn rosalega sloppy. Það er eins og það sé ekki kveikt á honum,“ segir hann meðal annars.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Krísa hjá Conte í Napoli – Hann telur að þetta gæti verið upphafið að slæmum tíma

Krísa hjá Conte í Napoli – Hann telur að þetta gæti verið upphafið að slæmum tíma
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Velta því upp hvort United og Real Madrid skiptist á leikmönnum í janúar

Velta því upp hvort United og Real Madrid skiptist á leikmönnum í janúar
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Hætt við leikinn í Bandaríkjunum – Margir öskureiðir yfir ákvörðuninni

Hætt við leikinn í Bandaríkjunum – Margir öskureiðir yfir ákvörðuninni
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Ekki víst að leikurinn á Akureyri geti farið fram

Ekki víst að leikurinn á Akureyri geti farið fram
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Sögusagnir um að Toney snúi aftur til London en fari nú í annað félag

Sögusagnir um að Toney snúi aftur til London en fari nú í annað félag
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Lést á dögunum og fjölskyldan er með áhugaverða kenningu – „Hugsanlegt að það hafi dregið hann til dauða“

Lést á dögunum og fjölskyldan er með áhugaverða kenningu – „Hugsanlegt að það hafi dregið hann til dauða“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Stefán varpar fram kenningu um furðulega tímasetningu á brottrekstri Halldórs – „Og þá er ákvörðunin tekin“

Stefán varpar fram kenningu um furðulega tímasetningu á brottrekstri Halldórs – „Og þá er ákvörðunin tekin“