Liverpool er sagt hafa boðið 100 milljóna punda tilboð í Bruno Guimaraes miðjumann Newcastle nú á lokadögum gluggans.
Bruno sem er 25 ára gamall kom til Newcastle í janúar árið 2022 og hefur reynst liðinu frábærlega.
Segir í frétt AS á Spáni að Liverpool hafi boðið 100 milljónir punda í Bruno þegar lítið var eftir af glugganum.
Liverpool hafði þá boðið rúmar 100 milljónir punda í Moises Caicedo en hann hafnaði liðinu, skömmu síðar hafnaði Romeo Lavia liðinu.
Liverpool á þá að hafa horft til Bruno sem er landsliðsmaður frá Brasilíu en Newcastle hafnaði boðinu.
Liverpool endaði á að krækja í Ryan Gravenberch frá FC Bayern en hollenski landsliðsmaðurinn skrifaði undir langtíma samning á Anfield.