Alex Freyr Elísson, bakvörður KA spilar ekki meira á þessu tímabili vegna meiðsla. Þetta hefur 433.is fengið staðfest.
Alex er að glíma við meiðsli í fæti sem munu halda honum frá vellinum næstu mánuði.
Bakvörðurinn mun því missa af úrslitaleik bikarsins sem fram fer um aðra helgi, þar mætir KA ógnarsterku liði Víkings.
Alex Freyr er í láni hjá KA frá Breiðablik en hann var keyptur í Kópavoginn fyrir tímabilið frá Fram.
Alex fékk fá tækifæri í Kópavogi en hefur sýnt fína takta í gulu treyjunni á Akureyri.