Það vakti athygli margra þegar Ilkay Gundogan yfirgaf Manchester City fyrir Barcelona í sumar. Hann hefur nú útskýrt þá ákvörðun sína.
Gundogan, sem er 32 ára gamall, fór á frjálsri sölu frá City eftir að hafa spilað stórt hlutverk hjá liðinu sem vann þrennuna á síðustu leiktíð.
„City beið nokkuð lengi þar til samningsviðræðurnar fóru á almennilegt stig,“ segir Gundogan um ákvörðun sína.
Hann er þó himinnlifandi með niðurstöðuna.
„Á endanum var þetta fullkomin niðurstaða og hún hefði ekki getað komið á betri tíma.“
Annað spilaði líka inn í.
„Það hefur verið draumur minn frá því ég var barn að spila fyrir Barcelona.“