Nicolas Pepe er loks á förum frá Arsenal á næstu dögum.
Kappinn var keyptur til enska félagsins 2019 frá Lille á 72 milljónir punda en hefur alls ekki staðið undir þeim verðmiða.
Á síðustu leiktíð var hann á láni hjá Nice en á ekki afturkvæmt í leikmannahóp Arsenal.
Pepe hefur undanfarið verið orðaður við félög í Tyrklandi og nú virðist sem svo að hann sé á leið til Trabzonspor.
Ekki er ljóst hvað eða hvort Arsenal mun rukka fyrir hann.
Það var einnig áhugi frá Sádi-Arabíu á Pepe en leikmaðurinn var ekki heillaður.
Nicolas Pépé, not convinced by Saudi approaches — deal not happening, his priority is now to join Trabzonspor 🇹🇷
Negotiations to follow in order to reach an agreement, as @footmercato called; he’s completely out of Arsenal project.#AFC prepared to give the green light. pic.twitter.com/4OncRa8jve
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) September 7, 2023