fbpx
Mánudagur 15.desember 2025
433Sport

Hvorki Salah né Sancho fara til Sádí

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 7. september 2023 15:30

Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hvorki Jadon Sancho, leikmaður Manchester United, eða Mohamed Salah, leikmaður Liverpool, munu fara til Sádi-Arabíu áður en félagaskiptaglugganum þar í landi verður lokað í kvöld. The Athletic segir frá þessu.

Salah hefur verið orðaður við Al Ittihad undanfarna daga og Liverpool hafnað 150 milljóna punda tilboði í hann.

Það er ljóst að áhugi Sáda á Salah mun ekki hverfa og ekki ólíklegt að félaigð muni reyna aftur í næstu félagaskiptagluggum.

Getty

Sancho er úti í kuldanum hjá Erik ten Hag, stjóra United. Hann var ekki valinn í hóp gegn Arsenal á dögunum og sagði Ten Hag eftir leik að ástæðan væri frammistaða á æfigum.

Sancho var allt annað en sáttur með þetta og svaraði Ten Hag á samfélagsmiðlum.

Í kjölfarið hefur hann verið orðaður við brottför og nýjasta sagan var að Al Ettifaq, með Steven Gerrard í brúnni, væri að reyna að fá hann en enginn fótur er fyrir þeim sögusögnum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Bendtner nefnir eina liðsfélagann á ferlinum sem hann þoldi ekki

Bendtner nefnir eina liðsfélagann á ferlinum sem hann þoldi ekki
433Sport
Í gær

Stefán furðar sig á þessum stuðningsmannahópi – „Hrína eins og stungnir grísir“

Stefán furðar sig á þessum stuðningsmannahópi – „Hrína eins og stungnir grísir“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Stefán segir stjórnarmann bersýnilega hafa komið sér undan að ræða málefnið – „Eins og það væri bara einhver verkaskipting og kæmi honum ekkert við“

Stefán segir stjórnarmann bersýnilega hafa komið sér undan að ræða málefnið – „Eins og það væri bara einhver verkaskipting og kæmi honum ekkert við“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Langskotið og dauðafærið – Stórsigur í vændum á Emirates?

Langskotið og dauðafærið – Stórsigur í vændum á Emirates?
433Sport
Fyrir 2 dögum

Forsetinn biðlar til Real Madrid

Forsetinn biðlar til Real Madrid
433Sport
Fyrir 2 dögum

Amorim gefst upp á Baleba og horfir norður í land

Amorim gefst upp á Baleba og horfir norður í land