fbpx
Fimmtudagur 23.október 2025
433Sport

Málefni Alberts til umræðu á stjórnarfundi KSÍ

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 6. september 2023 19:00

Albert er að eiga frábært tímabil með Genoa, þó aðeins hafi hægst á markaskorun undanfarið. Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á fundi stjórnar KSÍ þann 24 ágúst var rætt um málefni Alberts Guðmundssonar, leikmanns Genoa. Degi áður hafði verið greint frá því að kæra væri á borði lögreglu þar sem Albert er sakaður um kynferðisbrot.

Albert hefur hafnað þeim ásökunum sem á hann eru bornar en ætlar ekki að tjá sig um málið að öðru leyti.

Samkvæmt reglum hjá KSÍ er þjálfara landsliða bannað að velja leikmann sem er með mál á borði lögreglu og því verður Albert ekki í landsliðinu á næstunni.

„Rætt var um framkomna kæru á hendur leikmanni A landsliðs karla. KSÍ hefur kappkostað við að fylgja viðbragðsáætlun samskiptaráðgjafa íþrótta- og æskulýðsmála og ráðleggingum embættisins,“ segir í fundargerð KSÍ.

Á fundinn voru mætt Vanda Sigurgeirsdóttir formaður, Borghildur Sigurðardóttir varaformaður, Sigfús Ásgeir Kárason varaformaður, Halldór Breiðfjörð Jóhannsson, Helga Helgadóttir, Ívar Ingimarsson, Orri V. Hlöðversson, Pálmi Haraldsson, Tinna Hrund Hlynsdóttir og Unnar Stefán Sigurðsson.

Albert er leikmaður Genoa á Ítalíu en félagið ætlar að sýna honum fullt traust á meðan málið er til ransóknar og halda áfram að spila honum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Dómsdagur eftir helgi og starfsöryggi lítið á Íslandi þetta haustið – Margir óttast örlög sín á meðan aðrir telja sig örugga í starfi

Dómsdagur eftir helgi og starfsöryggi lítið á Íslandi þetta haustið – Margir óttast örlög sín á meðan aðrir telja sig örugga í starfi
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Fékk ekki stöðuhækkun sem hún átti skilið – Var sagt að útlit hennar væri að skemma fyrir

Fékk ekki stöðuhækkun sem hún átti skilið – Var sagt að útlit hennar væri að skemma fyrir
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Halda því fram að útgjöldin í Garðabæ hafi aukist um 60 milljónir á milli ára – Er starf Jökuls í hættu?

Halda því fram að útgjöldin í Garðabæ hafi aukist um 60 milljónir á milli ára – Er starf Jökuls í hættu?
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Framlengdu samning hans í kyrrþey á meðan hann var í veðmálabanni

Framlengdu samning hans í kyrrþey á meðan hann var í veðmálabanni
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Bríet og Tijana að störfum í Moldóvu

Bríet og Tijana að störfum í Moldóvu
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Rashford að vakna og tölfræðin bakkar hann upp

Rashford að vakna og tölfræðin bakkar hann upp
433Sport
Í gær

Ótrúleg staðreynd um varnarleik Arsenal

Ótrúleg staðreynd um varnarleik Arsenal
433Sport
Í gær

Fannst látinn á hótelherbergi sínu á Benidorm – Ætlaði með föður sínum og vinum á leik um kvöldið

Fannst látinn á hótelherbergi sínu á Benidorm – Ætlaði með föður sínum og vinum á leik um kvöldið