Chelsea borgaði 106 milljónir punda Enzo Fernandez fyrir í janúar en núna sjö mánuðum siðar hefur hann áhuga á því að fara.
Fjölmiðlar á Spáni fjalla um málið en þessi 22 ára landsliðsmaður frá Argentínu er sagður ósáttur.
Samkvæmt fréttum telur Enzo að gæðin hjá Chelsea séu ekki nógu góð og er það farið að pirra hann, sama hversu margir eru keyptir þá virðist ekkert lagast.
Neikvæðni er í kringum Chelsea þesa dagana þrátt fyrir að Maurico Pochettino hafi tekið við þjálfun liðsins í sumar.
Honum hefur ekki tekist að kveikja í liðinu sem endaði í tólfa sæti á síðustu leiktíð.
Enzo er sagður íhuga það að reyna að losna frá Chelesea innan skamms ef áhugavert verkefni er í boði annars staðar.