Valur mætir Fomget Gençlik frá Tyrklandi nú klukkan 10 í undankeppni Meistaradeildar Evrópu. Hér neðst má horfa á leikinn.
Undankeppnin virkar þannig að spilað er fjögurra liða mót (e. Mini tournament) þar sem hvert lið spilar tvo leiki. Vinna þarf báða leikina til að komast áfram í næstu umferð keppninnar. Þau lið sem vinna fyrri leikinn mætast í síðari leiknum sem er úrslitaleikur um að komast áfram. Liðin sem tapa fyrri leiknum mætast í síðari leiknum en eiga ekki möguleika á að komast lengra í keppninni.
Stjarnan tekur einnig þátt í undankeppninni og mætir Levante frá Spáni. Leikið verður í Hollandi. Í hinum leiknum í riðlinum mætast Twente frá Hollandi og Sturm Graz frá Austurríki. Leikur Stjörnunnar hefst klukkan 11:00 að íslenskum tíma.