Rasmus Hojlund ræddi við danska fjölmiðla fyrir komandi landsliðsverkefni í gær og var auðvitað mikið rætt um félagslið hans, Manchester United.
Framherjinn ungi sagði meðal annars að mikill áhugi hafi verið á honum og að annað enskt félag hafi viljað fá sig. Hann vildi ekki segja hvaða félag það væri og sagði enn fremur að United hafi alltaf verið fyrsti kostur.
Félagaskiptasérfræðingurinn Fabrizio Romano er alltaf með puttann á púlsinum og hefur greint frá því hvert enska félagið var.
„Það er algjörlega rétt að United var fyrsti kostur Hojlund. En það var annað félag sem hafði áhuga og miðað við það sem ég hef heyrt var það Tottenham,“ segir Romano.
„Það var ekki hægt á sínum tíma því Tottenham hafði ekki selt Harry Kane til Bayern Munchen. Það gerðist auðvitað síðar meir.“
Romano segir jafnframt að Paris Saint-Germain hafi viljað fá Hojlund.