Liverpool goðsögnin Jamie Carragher segir að félagið geti ekki hafnað 200 milljóna punda tilboði Sáda í Mohamed Salah.
Salah hefur verið orðaður við Al Ittihad í Sádi-Arabíu undanfarið.
Liverpool hefur hingað til staðið fast á sínu. Félagið vill ekki selja Salah og hefur þegar hafnað 150 milljóna punda tilboði.
Þá hefur umboðsmaður Salah haldið því fram að Salah vilji halda kyrru fyrir sem stendur.
„Hann væri ekki 150 milljóna punda virði ef ekki væri fyrir sádiarabíska markaðnum. Líklega væri það nær 100 milljónum. En af hverju hafa þeir beðið með þetta svona lengi? Ef þá langar svona mikið í hann og eru til í að eyða öllum þessum peningum hefðu þeir átt að gera þetta fyrir sex mánuðum,“ segir Carragher.
„Þetta er ákvörðun Liverpool og Salah. Kannski vill hann ekki fara.
Það kemur að því að það sé ekki hægt að segja nei. Það væri ef 200 milljóna punda tilboð bærist.“