Tottenham er að takast að losa sig við Tanguy Ndombele en Galatasaray en hann verður lánaður þangað.
Miðjumaðurinn hefur ekki fundið taktinn hjá Tottenham og verið lánaður til bæði Lyon og Napoli.
Galatasaray getur svo keypt franska miðjumanninn sem er einn dýrasti leikmaður í sögu Tottenham.
Galatasaray er ekki hætt þar og reynir nú að kaupa Davinson Sanchez, varnarmann Tottenham.
Ange Postecoglou þjálfari Tottenham telur sig ekki hafa not fyrir þá félaga og enda þeir líklega báðir í Tyrklandi þar sem glugginn er enn opinn.