Danski markvörðurinn Kasper Schmeichel er að ganga í raðir Anderlecht í Belgíu.
Hinn 36 ára gamli Schmeichel er samningslaus eftir að samningi hans við Nice var rift. Hann gekk í raðir franska félagsins eftir fjölda ára hjá Leicester síðasta sumar en dvölin gekk ekki upp.
Nú mun Schmeichel halda til Anderlecht en skiptin eru við það að ganga í gegn. Aðeins á eftir að ganga frá smáatriðum.
Anderlecht er í öðru sæti belgísku úrvalsdeildarinnar eftir sex leiki.
Kasper Schmeichel will complete move to Anderlecht today. Contract until June 2024 for the goalkeeper 🟣🤝🏻
Deal will be sealed in the next 24h.
Schmeichel, available as free agent after contract terminated at OGC Nice — deal agreed as @Santi_J_FM called. pic.twitter.com/3baObsPOwo
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) September 4, 2023