Kyle Walker er nálægt því að skrifa undir nýjan samning við Manchester City.
Bakvörðurinn var í sumar talinn nálægt því að fara frá þreföldu meisturunum en hann var sterklega orðaður við þýska stórveldið Bayern Munchen.
Walker hélt þó kyrru fyrir í Manchester og ætlar nú að gera gott betur með því að framlengja samning sinn um tvö ár. Hann átti að renna út eftir þessa leiktíð en gildir þess í stað til 2026.
Hinn 33 ára gamli Walker hefur verið á mála hjá City síðan 2017 og síðan þá unnið allt sem hægt er að vinna með liðinu.
Kyle Walker signs new deal until June 2026 at Manchester City — set to be announced soon 🔵✍🏻 #MCFC
“Bayern? Decisions can be made, things can turn. It was close yes, but in football things can happen. It wasn't meant to be”, told BBC. pic.twitter.com/vAryglu7fF
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) September 3, 2023