Stórleikur helgarinnar fer fram klukkan 15:30 í dag er Arsenal tekur á móti Manchester United.
Leikið er á Emirates vellinum í London en Arsenal er fyrir viðureignina taplaust eftir þrjár umferðir.
Aðeins eitt stig er á milli liðanna en Man Utd hefur unnið tvo leiki hingað til og tapað einum gegn Tottenham.
Arsenal missteig sig í síðustu umferð og gerði jafntefli við Fulham og verður án lykilmanns í dag, Thomas Partey, sem er meiddur.
Hér má sjá byrjunarlið dagsins.
Arsenal: Ramsdale, White, Saliba, Gabriel, Zinchenko, Rice, Odegaard, Havertz, Saka, Nketiah, Martinelli.
Manchester United: Onana, Wan-Bissaka, Lindelof, Martinez, Dalot, Casemiro, Eriksen, Fernandes, Antony, Martial, Rashford.