Carlos Vela, leikmaður LAFC í Bandaríkjunum, var beðinn um að bera saman Lionel Messi og Zlatan Ibrahimovic.
Um var að ræða tvo leikmenn sem gerðu allt vitlaust í Bandaríkjunum en Zlatan spilaði með LA Galaxy á sínum tíma.
Svíinn hefur lagt skóna á hilluna en Messi er nýkominn til landsins og spilar fyrir Inter Miami.
Messi er nú þegar búinn að vinna titil með Miami, eitthvað sem Zlatan náði ekki að gera með Galaxy á sínum tíma.
,,Zlatan tók yfir þessa deild en hann vann ekki neitt. Messi er búinn að vinna meira á miklu styttri tíma,“ sagði Vela.
,,Það er erfitt að bera þá saman því þeir eru öðruvísi leikmenn og hafa spilað á mismunandi tímum.“