Það er komið á hreint hvenær Breiðablik hefur leik í Sambandsdeildinni í vetur en liðið en verkefnið að komast úr riðlinum verður strembið.
Breiðablik byrjar keppnina á leik gegn Maccabi Tel Aviv frá Ísrael þann 21. september en um er að ræða eitt allra besta liðið þar í landi.
Fyrsti heimaleikur Breiðabliks er gegn Zorya Luhansk frá Úkraínu sem er spilaður 5. október og í kjölfarið fer liðið til Belgíu og spilar við Gent.
Um er að ræða þrjú sterk lið og þarf Breiðablik að vera upp á sitt allra besta ef markmiðið er að komast upp úr riðlinum.
Breiðablik er fyrsta íslenska liðið til að tryggja sér þátttöku í riðlakeppni í Evrópu og getur grætt mikla peninga ef vel fer.
Hér má sjá leiki liðsins í riðlinum.
21. september – Maccabi Tel Aviv (úti)
5. október – Zorya Luhansk (heima)
26. október – Gent (úti)
9. nóvember – Gent (heima)
30. nóvember – Maccabi Tel Aviv (heima)
14. desember – Zorya Luhansk (úti)