fbpx
Mánudagur 12.maí 2025
433Sport

Arteta útskýrir skiptin: ,,Var ekki pláss fyrir hann í hópnum“

Victor Pálsson
Laugardaginn 2. september 2023 14:00

Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mikel Arteta, stjóri Arsenal, hefur útskýrt af hverju Folarin Balogun var seldur frá félaginu í þessum sumarglugga sem er nú lokað.

Balogun virtist ekki eiga framtíð fyrir sér hjá Arsenal og var hann seldur til Monaco fyrir 40 milljónir evra.

Sóknarmaðurinn er aðeins 22 ára gamall og á framtíðina fyrir sér en Arteta segir að það hafi ekki verið pláss fyrir bandaríska landsliðsmanninn í hópnum.

,,Það var ekki pláss fyrir hann í leikmannahópnum eða þá fyrir hann að fá þær mínútur sem hann þarf,“ sagði Arteta.

,,Hann stóð sig vel á síðasta tímabili og er að þróa sinn leik. Hann vildi fá tækifæri á að gera það enn meira.“

,,Hann er að skrifa undir hjá mjög góðu félagi sem er með reynslu af því að þróa leikmenn svo ég er mjög ánægður fyrir hans hönd.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

England: City missteig sig gegn versta liðinu – Flottur sigur Everton

England: City missteig sig gegn versta liðinu – Flottur sigur Everton
433Sport
Í gær

Besta deildin: Vestri aftur á toppinn eftir góðan sigur

Besta deildin: Vestri aftur á toppinn eftir góðan sigur